„Öryggi í forgang – Sjúkragæsla og öryggisgæsla á þínum viðburði"
Með áratuga reynslu af fyrstu viðbrögðum og öryggismálum tryggjum við að öll viðbrögð séu skjót, rétt og fagleg án þess að trufla gang viðburðarins.
Við erum á staðnum þegar sekúndur skipta máli – hvort sem um er að ræða:
Minniháttar slys og óhöpp
Við leysum málin fljótt og hljóðlega, svo viðburðurinn haldi áfram ótruflaður.
Bráð veikindi
Yfirveguð viðbrögð með réttum búnaði og þekkingu, þar sem öryggi og rétt greining og áframhaldandi neyðarþjónusta er tryggð.
Áföll og áfallaviðbrögð
Við veitum skjót viðbrögð og rólega nærveru þegar fólki líður illa og á það við andlega jafnt sem líkamlega.
Eldvarnir og rýmingaráætlanir
Við tryggjum að slökkvitæki, neyðarútgangar og öryggisatriði séu í lagi.
Aðstoðum og samhæfum viðbrögð með brunavörnum, þar með talið rýmingu ef þörf krefur.
Stjórnun ef til rýmingar kæmi.
Við erum til staðar með yfirvegun og fagmennsku – svo allir geti notið viðburðarins með öryggi og ró.
Hafðu samband til að tryggja öryggi á þínum viðburði.
Reynsla og sérþekking í öryggistjórnun, Íslenska viðbragðskerfinu, öguð og fumlaus vinnubrögð.
Fagfólk með réttindi í neyðarstjórnun, áfallaviðbrögðum og brunaöryggi.
Fullbúinn búnaður sem tryggir rétt viðbrögð: Hjartastuðtæki, súrefni, aðhlynningarbúnaður og slökkvitæki sé þess þörf.
Aðlögunarhæfni með því að sniða að þjónustuna að stærð, áhættu og eðli viðburðar í samstarfi við ykkar kröfur og væntingar.
Tónlistarhátíðir
Íþróttaviðburðir
Fjölskylduhátíðir
Árshátíð fyrirtækja
Ráðstefnur og fundir
Bæjarhátíðir
Annað
Við störfum lágt en sýnilegan og traustan hátt – þar sem nærvera okkar eykur öryggisvitund án þess að raska andrúmslofti viðburðarins.
„Við erum sýnileg – án þess að vera í sviðsljósinu.“
Skyndihjálparskólinn tryggir að öryggi og viðbragðsgeta séu í höndum fólks með raunverulega reynslu. Tekið er þó fram að þjónusta okkar snýr ekki að öryggisvörslu.