Skyndihjálparskólinn leggur áherslu á að veita kennslu sem byggir á reynslu úr raunverulegum aðstæðum – þar sem skyndihjálp hefur skipt sköpum!
Leiðbeinendur okkar koma beint úr neyðarþjónustu og hafa veitt aðstoð við krefjandi aðstæður. Þeir miðla ekki aðeins fræðilegri þekkingu, heldur líka dýrmætri reynslu úr vettvangi.
Við leggjum sérstaka áherslu á öryggisvitund og mótvægisaðgerðir, þar sem markmiðið er að fyrirbyggja slys og draga úr alvarleika atvika. Við vitum að þekking og viðeigandi viðbrögð geta skipt sköpum – og við erum hér til að kenna þá færni.
Kennslubúnaður okkar er af hæsta gæðaflokki – við notum búnað frá Laerdal, með rauntímamælingum („live feed“) sem sýna árangur nemenda við endurlífgun. Þannig fær hver og einn skýra og hnitmiðaða endurgjöf.
Við bjóðum upp á námskeið sniðin að þörfum hópa og fyrirtækja – hvort sem um ræðir skrifstofuumhverfi, skólastofur eða iðnað.
Markmiðið er alltaf hið sama: Að gera ykkar umhverfi öruggara.