Leiðbeinendur með víðtæka reynslu og menntun
Skyndihjálparskólinn býður upp á leiðbeinendur með fjölbreyttan bakgrunn og sérhæfingu. Þeir hafa menntun og reynslu úr heilbrigðisvísindum, sjúkraflutningum, löggæslu og öðrum greinum sem tengjast neyðarþjónustu. Þá búa þeir yfir þekkingu á áætlunargerð, mótvægisaðgerðum og verkefnastjórnun, sem tryggir gæði og raunhæfa nálgun í allri fræðslu.