Skyndihjálparskólinn leggur áheyrslu á að bjóða viðskiptavinum leiðbeinendur með reynslu og þekkingu úr raunverulegum aðstæður þar sem skyndihjálp hefur verið veitt til árangurs. Það er stefna okkar að leggja áherslu á mótvægisaðgerðir og öryggisvitund nemenda til að koma í veg fyrir áföll.

Við vitum vitum að þekking kemur í veg eða dregur úr skaða slysa/áfalla og við erum hér til að kenna ykkur þá þekkingu.

 Kennslubúnaður er af bestu gerð, búnaður sem fær öll bestu meðmælin af fagfólki. Laerdal kennslubúnaður með "live feed" búnaði, endurlífgunardúkkur sem sýna í rauntíma árangur nemenda.

Boðið er uppá námskeið, sniðin að þörfum fyrir þig og þinn hóp/fyrirtæki.

4 tíma fyrirtækjanámskeið
(vinsælast)



Leiðbeinendur okkar hafa mikla reynslu bæði sem leiðbeinendur og starfsmenn í daglegri neyðarþjónustu, þar af þekkjum við hættur og áskoranir sem fylgja þínu fyrirtæki/rekstri.

Við vitum að leikskólakennari þarf ekki að hafa skilning á hættulegum efnahvörfum, þótt starfsmaður í iðnaði klárlega þurfi þess. Skyndihjálparskólinn leggur áherslu að námskeiðið snúi að fyrstu viðbrögðum, hringja í 1-1-2, skyndihjálp á vettvangi, andlega heilsu eftir áföll og mótvægisaðgerðir við ógnum sem geta komið fyrir þinn vinnustað!

Við viljum að ykkar vinnustaður sé öryggur vinnustaður.

Skyndihjálparnámskeið er hluti af gæðavottun fyrirtækja (ISO 45001:2018)


Örnámskeið

Vinnustaðir, nýbakaðir foreldrar, saumaklúbbar, skotveiðiklúbbar, karlakórar, amma og afi og allir hópar sem vilja sérhæft og hnitmiðað námskeið. 

12 tíma námskeið


Okkar stærsta námskeið, fyrir alla sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast meiri þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum.

Í þessu námskeiði er lögð áherlsa á mikla verklega kennslu og jafnframt kynning á neyðarþjónustu.

Við sérsníðum námskeiðið að þörfum nemenda og fyrirtækja og eru okkar helstu viðskiptavinir fyrir 12 stundanámskeið ferðaþjónusta og fyrirtæki í áhættusömu umhverfi. 


Slys og veikndi barna


Námskeið fyrir starfsfólk leikskóla, frístundarheimila, stofnanna sem vinna með börn og fólk með sérþarfir.

Sérhæft námskeið fyrir þig


Við sérsníðum öll námskeið að þínum þörfum. Við höfum kennt foreldrum langveikra barna, ömmu og afa sem voru að fara passa barnabörnin, fyrirtæki í eiturefnaiðnaði.
Okkar reynsla og þekking er mjög víðferm.

Fornám fyrir
Sjúkraflutningarskólann


Samstarf Sjúkraflutningarskólans og Skyndihjálparskólans 

Nánari upplýsingar um næstu námskeið og frekari upplýsingar um fornámið gefur Viðar í síma:
824-2827 eða vidar@skyndihjalparskolinn.is

Áhugasamir einstaklingar um nám í sjúkraflutningum er bent á heimsíðu Sjúkraflutningaskólans www.ems.is

Sérhæfð skyndihjálp fyrir sund og baðstaði -

Hæfnispróf fyrir starfsmenn sundlauga



Hæfnisnámskeið fyrir starfsmenn sundlauga 

Starfsmenn sem sinna laugargæslu skulu árlega standast hæfnispróf skv. III. viðauka reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Sundkennarar, sundþjálfarar og leiðbeinendur skulu standast hæfnispróf skv. III. viðauka fyrrnefndrar reglugerðar á tveggja ára fresti. Reglugerð   

Skyndihjálparskólinn hefur fram að bjóða leiðbeinendur með gild réttindi sem og mikla þekkingu á björgun í vatni. Okkar hugsjón er að styðja við vinnureglur, neyðaráætlun og viðbragðsáætlanir sundlauga.

Nánari upplýsingar fyrir forstöðumenn sundlauga má nálgast með að hafa samband við Viðar Ara í síma 824-2827 eða vidar@skyndihjalparskolinn.is